Færsluflokkur: Bloggar

Drykkjupeningar ÍBV

Það er svolítið sérstakt að ÍBV skuli árlega skapa vettvang um unglingadrykkju til að fjármagna uppeldis og íþróttastarf sitt. Það er stóru samböndunum til skammar að þau skuli alltaf líta undan á meðan á þessu stendur. Þannig leggja þau blessun sína yfir athæfið, drykkjuna, dauðagáminn sem hýsir unglinga sem eru meðvitundalausir vegna áfengisdrykkju, ofbeldið og hið samfélagslega tap sem við öll berum í kjölfar svona hátíðar. Hinn fjárhagslega ávinning halda eyjamenn.

Ef ÍBV myndi nú skipta út áfenginu fyrir munntóbak og safna 14.000 manns til munntóbaksnotkunar undir tónleikaspili, hver skyldu viðbrögð ÍSÍ, KSÍ og HSÍ verða þá?

Er þetta í lagi af því að um er að ræða áfengi?


mbl.is „Við erum slegin yfir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullmoli í Eyjafirði

Edwin gleymdi náttúrulega Leifstaðavellinum, mjög krefjandi og fjölbreyttur völlur með tjörnum sem í búa fiskar og svartar sandgryfjur með sömu kornastærð og þekkist erlendis.  Völlur sem reynir sérstaklega á undir 100 metra höggin.  Ekki fara frá Eyjafirði án þess að prófa.  Tek það fram, ég er ekki aðili að vellinum.  En ég hef prófað hann, mæli með honum.

http://www.leifsstadir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=16&Itemid=19


mbl.is Góðir golfvellir á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærri en iðnbyltingin.

Við erum stödd í upphafi byltingar á mannlegu samfélagi sem er stærri og meiri en sú síðasta, iðnbyltingin.  Ólíkt því sem var þegar samfélagið var svolítið fyrirsjáanlegt og menn unnu jafnvel starfsævina á sama vinnustaðnum er samfélag nútímans síbreytilegt og menn munu vinna á 10 eða fleiri vinnustöðum um starfsævina.  Hvað hefur breyst?  Það varð töluverð breyting þegar einmenningstölvan kom fram en það varð bylting þegar hún varð nettengd.  Nettengd tölva og þráðlaus samskipti hafa margfaldað afkastagetu og hraða samfélagsins.  Félagsmótun og menning eru ekki lengur landfræðilega bundin.  Fram er komin ný heimsálfa, ósýnilega heimsálfan eins og Kenichi Ohmae kallaði hana.  Upplýsingar hafa verið iðnvæddar og framleiddar með stimplun um síðasta neysludag.  Áhrifin koma alls staðar fram í öllum þáttum samfélagsins.  Nú dugar ekki lengur að vera læs á texta heldur þarf að vera læs á miðilinn sjálfan.  Texti, tónlist, hreyfimyndir, kvikmyndir, litir og áferð.  Allt orkar þetta á neytandann sem sífellt verður fljótari í sjónrænni yfirferð sinni um netið.  Engin leið er að sjá hver þróunin verður, engin þorir að spá fyrir um hvernig samfélagið muni líta út eftir 5 ár, samt er skólakerfinu ætlað að undirbúa nemendur sínar undir það samfélag!

Líklegast er best að undirbúa þau undir morgundaginn með því að kenna þeim að lifa daginn í dag.  Það þarf vísast að hugsa menntakerfið upp á nýtt um leið og við viðurkennum að mannleg greind er meiri og dýpri en skólakerfi 19. aldar gerir ráð fyrir og við styðjumst enn við í dag.  Við þurfum að færa fólkinu aftur ímyndunaraflið sem skólakerfið hefur rænt af því í gegnum árhundruðin og sköpunargáfuna sem skólakerfið hefur kerfisbundið slökkt á með því að refsa nemendum fyrir að hafa rangt fyrir sér, spyrja kjánalegra spurninga og vafra andlega fyrir utan efnið.   Það þarf að byrja á grunnskólanum.

Einu sinni var engin almenningsmenntun framboðin, hvergi í heiminum.  Svo tóku menn ákvörðun og í dag er þetta víðast sjálfsagður hlutur.  Við reistum upp skólakerfi á sínum tíma sem sinnti þörfum þess samfélag sem skapaði það, samfélag iðnaðar og framleiðslu þar sem menntun þýddi trygg vinna og framtíðin var fyrirsjáanleg.  Við getum reyst skólakerfi sem sinnir þörfum þess samfélag sem byggir á sveigjanleika, samvinnu, fjölbreytileika, hraða, óefnislegri tilveru í stafrænum heimi og mikillar aðlögunarhæfni við úrvinnslu fjölbreyttra upplýsingastrauma. 

Þarf að hugsa almenningsmenntun upp á nýtt, tökum nýja ákvörðun sem þjónar samfélagi dagsins í stað þess að reyna að margsníða enn og aftur upp á okkur kerfi sem var hannað fyrir samfélag sem ekki er lengur til.


Eftirsóttir hæfileikar.


Dagsverk í samkeppnisumhverfi upplýsingasamfélagsins er á við mörg dagsverks gamla iðnaðarsamfélagsins og krafan um hraða og sköpun nýrra lausna við hversdagslegum vandamálum fer vaxandi.  Atvinnulífið leitar uppi fólk sem hefur eitthvað annað fram að færa heldur en hinn grái massi almennings.  Hæfileikinn til samvinnu ýmiskonar er eftirsóttur þar sem ætlast er til þess að hver og einn leggi fram sitt persónulega framlag.  Sé ófeiminn við að tjá sig og sé óhræddur við að hafa rangt fyrir sér, þegi ekki heldur taki til máls.  Hæfileikinn til að draga fram ólíka þætti og sjá í þeim ný tækifæri er eftirsóttur.  Hæfileikinn í að auka framlegð sína með nýjustu tækni er eftirsóttur svo eitthvað sé nefnt.  Allt þetta kennir hefðbundni skólin varla eða ekki neitt.  Háskólar vilja vera akademíur sem þjóna sjálfri sér en ekki hagkerfinu.  Eiga að vera ósnertar af samfélaginu.  Þau sem leita þangað hafa að öllu jöfnu aðra hugmyndir um háskóla.  Nemendur leita sér menntunar í skólakerfum landsins af sömu ástæðu og þeir hafa gert í gegnum áratugina, til að búa sig undir vinnumarkaðinn, undir hagkerfið.


Byltingin í tölvunni.


Fyrir daga nettengdrar tölvu, í gamla iðnaðarsamfélaginu, var þetta fyrirkomulag ágætt.  Barnaárgöngum var smalað á hverju hausti inn í skólakerfið þar sem börnin hrísluðust í gegn á 10 árum.  Markmiðið var aðallega tvennskonar, að tryggja einsleitni í samfélaginu og auka þar með stöðuleika innan þess og svo sortera út þau sem pössuðu inn í forsendur framhaldsskólanáms og loks háskólanáms.  Skólakerfið byggði á þeirri hugmyndafræði að menntun fælist í því að móta nemandann utan frá og að skólagöngu lokinni gekk hver og einn til starfs í samfélaginu og sinnti því til æviloka.  Svo kom að því að fyrsta einmenningstölvan fæddist, mjór var mikils vísir.

Með tilkomu tölvunnar varð fyrst til sá möguleiki að safna saman og vinna upplýsingar og selja í smásölu, þetta var upphafið að iðnvæðingu upplýsinganna.  Þótt takmarkanir hafi í upphafi verið á dreifingu upplýsinganna og vinnsla verið staðbundin í hverri tölvu fyrir sig myndaði þetta forsendur fyrir nýjan iðnað, upplýsingaiðnað.  Framleiðsla á upplýsingum og þá sérstaklega nýjum upplýsingum óx og þroskaðist.  Við nettengingu tölvunar varð síðan eðlisbreyting á notkun hennar og um leið á samfélaginu sem hýsti hana.  Aðgengi og sífellt aukið framboð varð á upplýsingum á öllum sviðum mannlífsins.   Fjölbreyttari aðilar tóku upp framleiðslu á upplýsingum og gæði þeirra voru á öllum stigum, tíðni nýrra og endurbættra upplýsinga margfaldaðist.  Segja má að í dag séu upplýsingar framleiddar með notendadagsstimpli.

Tölvueign varð landlæg í flestum ríkjum hins vestræna heims, framboð á alls konar upplýsingum var að breytast og tölvur tengdust hvor annarri um nettengingu og það net hefur síðan þá þanist út og tekið á sig sjálfbæra tilveru sem virðir hvorki lönd né strönd.  Til varð nýr stafrænn vettvangur fyrir útbreiðslu hugmynda og upplýsinga sem varð þess valdandi að hópamyndun losnaði undan landfræðilegum hindrunum með þeim afleiðingum að samfélagslegt vald yfir einstaklingnum minnkaði.  Samtímis jókst straumur upplýsinga og aðgengi einstaklingins að þeim og þær veittu honum nýjar og aðrar forsendur til að grundvalla ákvarðanir sínar á.


Hvað felst í sköpunargáfunni?


Í sköpunargáfunni er falinn hæfileikinn til að upphugsa frumlegar lausnir á hversdagslegum vandamálum, að tengja saman óskilda þætti í skiljanlega niðurstöðu.  Ég tel að innbyggðir kerfislægir þættir skólakerfisins loki á sköpunargáfu/creativity nemandans.

Frumleg hugmynd sem hefur gildi er afurð hugmynda sem ekki voru svo frumlegar eða voru það en höfðu ekki gildi fyrir hugsuðinn eða samhengið sem henni var ætlað að vera í.  Frumleg hugmynd verður ekki til nema í umhverfi þar sem ófullkomin og jafnvel röng hugsun er velkomin, að hafa rétt til að hafa rangt fyrir sér.  Þetta er grundvallaratriði.  Skólaumhverfi þar sem refsað er fyrir að hafa rangt fyrir sér venur nemendur af því að taka til máls, tjá hug sinn.  Þögnin, að taka ekki til máls verður sjálfgild staða nemandans.  Við þetta bætist kennsluaðferð sem í grunninn er brúkuð í grunnskólum landsins, kennd við pedagogy,  sem á uppruna sinn í kaþólskum klausturskólum frá miðöldum þar sem nemendur kirkjunnar tóku á móti guðsorði á forræði kennara sinna, ítroðsla.


Byltingin; Nettengda tölvan.


Nettengda tölvan hefur valdið grunvallarbreytingu á samfélaginu og snertir alla fleti mannlífsins.  Við erum stödd í upphafi byltingar á mannlegu samfélagi sem er stærri og meiri en sú síðasta, iðnbyltingin.  Ólíkt því sem var fyrir nokkrum áratugum síðan þegar samfélagið var svolítið fyrirsjáanlegt og menn unnu sína starfsæfi jafnvel á 2 til 3 vinnustöðum er samfélag nútímans síbreytilegt og menn munu vinna á 12 til 13 vinnustöðum um starfsævina.  Engin leið er að sjá hver þróunin verður, engin þorir að spá fyrir um hvernig samfélagið muni líta út eftir 5 ár, samt er skólakerfinu ætlað að undirbúa nemendur sínar undir það samfélag!

Líklegast er best að undirbúa þau undir morgundaginn með því að kenna þeim að lifa daginn í dag.  Það þarf að hugsa menntakerfið upp á nýtt og við þurfum að færa fólkinu aftur ímyndunaraflið sem skólakerfið hefur rænt af því í gegnum árhundruðin og sköpunargáfuna sem skólakerfið hefur kerfisbundið slökkt á með því að refsa nemendum fyrir að hafa rétt fyrir sér, spyrja kjánalegra spurninga og vafra andlega fyrir utan efnið.   Það þarf að byrja á grunnskólanum og láta fólkið þaðan knýja á um breytingar í hinum kerfunum.

 

Hér er orðið sköpunargáfa notað yfir enska orðið Creativity en merkingin yfirfærist ekki nægjanlega vel.  Því verður sköpunargáfa skilgreind þannig að í sköpunargáfunni felist getan til þess að fá/eigi frumlega hugmynd/hugsun sem hefur gildi.


Hvað er dagsverk?


Dagsverk í samkeppnisumhverfi upplýsingasamfélagsins er á við mörg dagsverks gamla iðnaðarsamfélagsins og krafan um hraða og sköpun nýrra lausna við hversdagslegum vandamálum fer vaxandi.  Atvinnulífið leitar uppi fólk sem hefur eitthvað annað fram að færa heldur en hinn grái massi almennings.  Hæfileikinn til samvinnu ýmiskonar er eftirsóttur þar sem ætlast er til þess að hver og einn leggi fram sitt persónulega framlag.  Sé ófeiminn við að tjá sig og sé óhræddur við að hafa rangt fyrir sér, þegi ekki heldur taki til máls.  Hæfileikinn til að draga fram ólíka þætti og sjá í þeim ný tækifæri er eftirsóttur.  Hæfileikinn í að auka framlegð sína með nýjustu tækni er eftirsóttur svo eitthvað sé nefnt.  Allt þetta kennir hefðbundni skólin varla eða ekki neitt.  Háskólar vilja vera akademíur sem þjóna sjálfri sér en ekki hagkerfinu.  Eiga að vera ósnertar af samfélaginu.  Þau sem leita þangað hafa að öllu jöfnu aðra hugmyndir um háskóla.  Nemendur leita sér menntunar í skólakerfum landsins af sömu ástæðu og þeir hafa gert í gegnum áratugina, til að búa sig undir vinnumarkaðinn, undir hagkerfið.


Einstaklingsmiðað nám útópía?


Ef átt er við að einstaklingsmiðað nám í núverandi námsumhverfi pedagógy sé útópía þá er ég reyndar sammála.  Einstaklingsmiðað nám í nýju námsumhverfi er raunhæft markmið.  Þess vegna er svo nauðsynlegt að skipta út námsumhverfinu.  Kennsluaðferðir byggðar á pedagogy gerir ekki ráð fyrir einstaklingsmiðuðu námi heldur því að allir skulu mótaðir eins samkvæmt áætlun þar um sem birt er í upphafi annar og árangurinn svo metinn í lokin með því að leggja nákvæmlega samskonar próf fyrir alla nemendur þar sem æskilegast er að niðurstaðan normaldreifist um miðgildi einkunnarskalans.  Mér fannst nemandi minn lýsa þessu ágætlega fyrir mér um daginn þegar ég var að hvetja hann til þess að fara að líta í bók.  Hann svaraði: Út af hverju ætti ég að hoppa ef það er engin hindrun.  Prófið er eftir tæpa tvo mánuði.  Ég tek svona tveggja vikna atrennu og hoppa svo yfir.  Þetta er skotheld aðferð, svaraði hann og glotti.


Nýtt samfélag, nýjar leiðir.


Fyrir daga nettengdrar tölvu, í gamla iðnaðarsamfélaginu, var núverandi fyrirkomulag skólamála fullnægjandi.  Barnaárgöngum var smalað á hverju hausti inn í skólakerfið þar sem börnin hrísluðust í gegn á 10 árum.  Markmiðið var aðallega tvennskonar, að tryggja einsleitni í samfélaginu og auka þar með stöðuleika innan þess og svo sortera út þau sem pössuðu inn í forsendur framhaldsskólanáms og loks háskólanáms.  Skólakerfið byggði á þeirri hugmyndafræði að menntun fælist í því að móta nemandann utan frá og að skólagöngu lokinni gekk hver og einn til starfs í samfélaginu og sinnti því til æviloka.  Svo kom að því að fyrsta einmenningstölvan fæddist, mjór var mikils vísir.

Með tilkomu tölvunnar varð fyrst til sá möguleiki að safna saman og vinna upplýsingar og selja í smásölu, iðnvæðing upplýsinganna.  Þótt takmarkanir hafi í upphafi verið á dreifingu upplýsinganna og vinnsla verið staðbundin í hverri tölvu fyrir sig myndaði þetta forsendur fyrir nýjan iðnað, upplýsingaiðnað.  Framleiðsla á upplýsingum og þá sérstaklega nýjum upplýsingum  óx og þroskaðist.  Við nettengingu tölvunar varð síðan eðlisbreyting á notkun hennar og um leið á samfélaginu sem hýsti hana.  Aðgengi og sífellt aukið framboð varð á upplýsingum á öllum sviðum mannlífsins.   Fjölbreyttari aðilar tóku upp framleiðslu á upplýsingum og gæði þeirra voru á öllum stigum, tíðni nýrra og endurbættra upplýsinga margfaldaðist.  Segja má að í dag séu upplýsingar framleiddar með notendadagsstimpli.

Tölvueign varð landlæg í flestum ríkjum hins vestræna heims, framboð á alls konar upplýsingum var að breytast og tölvur tengdust hvor annarri um nettengingu og það net hefur síðan þá þanist út og tekið á sig sjálfbæra tilveru sem virðir hvorki lönd né strönd.  Til varð nýr stafrænn vettvangur fyrir útbreiðslu hugmynda og upplýsinga sem varð þess valdandi að hópamyndun losnaði undan landfræðilegum hindrunum með þeim afleiðingum að samfélagslegt vald yfir einstaklingnum minnkaði.  Samtímis jókst straumur upplýsinga og aðgengi hans að þeim og þær veittu honum nýjar og aðrar forsendur til að grundvalla ákvarðanir sínar á, aðrar en þær sem yfirvald hins veraldlega samfélags hafði skammtað honum. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband