Vísindamaðurinn og listamaðurinn.


Yfirbragð þeirra er ólíkt, vísindamaðurinn hefur á sér yfirbragð sönnunar sem birtist í aðferðabindingu hinnar vísindalegu aðferðar sem er, þegar að er gáð, rökleg og skipulega fram sett aðferðarfræði til að halda utan um hugsunina fyrir endurtekninguna.  Þótt þessi akademíski þankagangur manneskjunnar til að halda utan um hugsun sína sé mjög mikilvægur er hann langt frá því að vera hið vitsmunalega svið manneskjunnar.  Ef ekki kæmi fleira til í vitsmunalegri tilveru manneskjunnar hefði flest í menningu hennar ekki orðið.  En til að fyrirbyggja allan misskilning þá skal það undirstrikað að akademíski vinnuaginn og hæfileikinn til að beita honum afar mikilvægur í menntun og þjónar fullkomlega vitsmunalegri þróun mannsins en þess ber þó að geta að í honum eru ekki allir vitsmunir mannsins fólgnir.

Ólíkt vinnulagi vísindamannsins hefur vinnulag listamannsins á sér yfirbragð óútreiknanlegrar tilviljunar en þegar að er gáð er það alls ekki svo.  Allir sem kynna sér vinnulag listamannsins gera sér grein fyrir því að í sköpun sinni lýtur listamaðurinn aga og strangra reglna en innan þeirra er hann frjáls , ekki ólíkt knattspyrnumanninum sem er frjáls í kappleik sínum um leið og hann lýtur regluverki  og aga íþróttarinnar, svo ég steli nú myndlíkingunni frá John Dewey.  Aðferðarfræði listamannsins er til þess fallin til að temja hug listamannsins í list sinni og listamaður sem lýtur ekki aganum verður álíka farsæll í starfi sínu eins og vísindamaður sem ekki fylgir hinni vísindalegu aðferða.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband