Skapandi nemendur?


Í erindi sem fræðimaðurinn Tony Buzan hélt árið 2006 fyrir breska kennara (www.teachers.tv)  greindi hann frá þekktum samhljóma niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið á creativity.  Manneskjan missir hæfileikann á að hugsa creative eftir því sem hún eldist.  Leikskólabörn beita nær undantekningarlaust frumlegum og skapandi lausnum í hversdagslegu viðfangsefnum sínum.  Þessi hæfileiki fer minnkandi með auknum aldri og nær lágmarki þegar manneskjan verður fullorðin.  Þá beitir hún nær engum skapandi lausnum við hversdagsleg viðfangsefni sín.  Fullorðnu fólki dettur ekkert nýtt í hug.  Orsökin virðist liggja í skólakerfinu.  Kerfislægir þættir skólakerfisins  virðast koma í veg fyrir að við njótum okkar sem vakandi, hugsandi og skapandi einstaklingar, sem við þó erum.  Ég fer ekki nánar út í orsakaþættina en læt nægja að benda á afleiðingu þess að refsa nemendum fyrir að hafa rangt fyrir sér.   Hvers vegna refsum við nemendum fyrir að hafa rangt fyrir sér?  Hvers vegna er það að hafa rangt fyrir sér neikvætt?  Afleiðing þessa er m.a. sú að nemandinn lærir að tjá sig ekki, tekur ekki áhættuna, og þar með hefur verið lokað á möguleikann að nemandinn að fá frumlega hugmynd sem hefur gildi.  Hvers vegna gefum við ekki meira fyrir spurninguna heldur en svarið?  Það er með góðum rökum hægt að halda því fram að skólakerfið slökkvi á ímyndunarafli nemenda sinna.  Í mínum huga er ímyndunaraflið ein verðmætasta eign hvers einstaklings.  Að taka það frá honum er glæpur.  Afleiðingin er samfélag þjóðar sem á enga frumlega hugsun og kann þá list eina að hlýða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband