Ímyndunaraflið.


Ímyndunaraflið er ein dýrmætasta eign mannsins sem skólarnir eru best til fallnir að virðisauka.  Það ætti að vera höfuðskylda hvers skólasamfélags.  Ímyndunaraflið er undirstaða sköpunargáfunnar sem býr í okkur öllum.  Það er í sköpunargáfunni (creativity) sem virðisauki samfélagsins er falinn.  Og það er mikill misskilningur að það séu einungis útvaldir sem hafi sköpunargáfu alveg eins og það er misskilningur að allir geti ekki lært.  Það er okkur eðlislægt að læra og það er okkur eðlislægt að ímynda okkur og fá frumlegar hugmyndir sem hafa gildi fyrir einstaklinginn og samfélagið sem hann býr í. 

 

Leiðin að sköpunargáfunni (creativity) er m.a. falin í leyfinu til að hafa rangt fyrir sér.  Er m.a. falin í því að hugsa óhefðbundið.  Er m.a. falin í því að tjá sig frjálst.  Leiðin er falin í listunum, í gegnum ritlistina, myndlistina, ljóðlistina, leiklistina, tónlistina, hreyfilistina, dansinn, skúlptúrinn, kvikmyndina, ljósmyndina og þannig má lengi telja.  Þegar ég sat menntaþing í Íþróttahöllinni á Akureyri s.l. haust og sá Arnór Guðmundsson frá Menntamálaráðuneytinu kynna í glærusýningu nýtt fyrirkomulag í menntamálum íslendinga áttaði ég mig á því að skólayfirvöld voru á rangri leið. Listir voru ekki þáttaðar inn í skólastarfið heldur voru þær dregnar upp í lok kynningarinnar sem n.k. viðhengi, ef menn vilja, og birtast sem sérstakar stofnanir út í bæ.  Ég áttaði mig á að hin nýja sýn fólst í því að hræra í grautnum.  Jafnvel þótt skólarnir fengu aukið vægi í gerð námsskráa kæmi miðstýrt ritstjórnarvald líklega í veg fyrir frumlega hugsun í gerð námskráa.  Ég álykta þetta út frá því hvernig nýju lögin voru kynnt.  Það er mín skoðun að menntakerfi sem útskrifar nemendur sem hafa þann eina hæfileika að geta lýst því sem fyrir augum ber en hafa ekki þroskaðan hæfileika til að túlka það sem fyrir augum ber hefur brugðist skyldu sinni gagnvart skjólstæðingi sínum og samfélaginu. 

Það að útskrifa nemendur sem hafa bara burði til að lýsa veröldinni en geta ekki túlka hana er tap samfélagsins.


(það vantar góða íslensku þýðingu en creativity skilgreinist: að fá frumlega hugmynd sem hefur gildi -svo ég noti skilgreiningu Sir. Ken Robinsons).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband