Byltingin; Nettengda tölvan.


Nettengda tölvan hefur valdið grunvallarbreytingu á samfélaginu og snertir alla fleti mannlífsins.  Við erum stödd í upphafi byltingar á mannlegu samfélagi sem er stærri og meiri en sú síðasta, iðnbyltingin.  Ólíkt því sem var fyrir nokkrum áratugum síðan þegar samfélagið var svolítið fyrirsjáanlegt og menn unnu sína starfsæfi jafnvel á 2 til 3 vinnustöðum er samfélag nútímans síbreytilegt og menn munu vinna á 12 til 13 vinnustöðum um starfsævina.  Engin leið er að sjá hver þróunin verður, engin þorir að spá fyrir um hvernig samfélagið muni líta út eftir 5 ár, samt er skólakerfinu ætlað að undirbúa nemendur sínar undir það samfélag!

Líklegast er best að undirbúa þau undir morgundaginn með því að kenna þeim að lifa daginn í dag.  Það þarf að hugsa menntakerfið upp á nýtt og við þurfum að færa fólkinu aftur ímyndunaraflið sem skólakerfið hefur rænt af því í gegnum árhundruðin og sköpunargáfuna sem skólakerfið hefur kerfisbundið slökkt á með því að refsa nemendum fyrir að hafa rétt fyrir sér, spyrja kjánalegra spurninga og vafra andlega fyrir utan efnið.   Það þarf að byrja á grunnskólanum og láta fólkið þaðan knýja á um breytingar í hinum kerfunum.

 

Hér er orðið sköpunargáfa notað yfir enska orðið Creativity en merkingin yfirfærist ekki nægjanlega vel.  Því verður sköpunargáfa skilgreind þannig að í sköpunargáfunni felist getan til þess að fá/eigi frumlega hugmynd/hugsun sem hefur gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband