Hvað er dagsverk?


Dagsverk í samkeppnisumhverfi upplýsingasamfélagsins er á við mörg dagsverks gamla iðnaðarsamfélagsins og krafan um hraða og sköpun nýrra lausna við hversdagslegum vandamálum fer vaxandi.  Atvinnulífið leitar uppi fólk sem hefur eitthvað annað fram að færa heldur en hinn grái massi almennings.  Hæfileikinn til samvinnu ýmiskonar er eftirsóttur þar sem ætlast er til þess að hver og einn leggi fram sitt persónulega framlag.  Sé ófeiminn við að tjá sig og sé óhræddur við að hafa rangt fyrir sér, þegi ekki heldur taki til máls.  Hæfileikinn til að draga fram ólíka þætti og sjá í þeim ný tækifæri er eftirsóttur.  Hæfileikinn í að auka framlegð sína með nýjustu tækni er eftirsóttur svo eitthvað sé nefnt.  Allt þetta kennir hefðbundni skólin varla eða ekki neitt.  Háskólar vilja vera akademíur sem þjóna sjálfri sér en ekki hagkerfinu.  Eiga að vera ósnertar af samfélaginu.  Þau sem leita þangað hafa að öllu jöfnu aðra hugmyndir um háskóla.  Nemendur leita sér menntunar í skólakerfum landsins af sömu ástæðu og þeir hafa gert í gegnum áratugina, til að búa sig undir vinnumarkaðinn, undir hagkerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband