Drykkjupeningar ÍBV
Þriðjudagur, 2. ágúst 2011
Það er svolítið sérstakt að ÍBV skuli árlega skapa vettvang um unglingadrykkju til að fjármagna uppeldis og íþróttastarf sitt. Það er stóru samböndunum til skammar að þau skuli alltaf líta undan á meðan á þessu stendur. Þannig leggja þau blessun sína yfir athæfið, drykkjuna, dauðagáminn sem hýsir unglinga sem eru meðvitundalausir vegna áfengisdrykkju, ofbeldið og hið samfélagslega tap sem við öll berum í kjölfar svona hátíðar. Hinn fjárhagslega ávinning halda eyjamenn.
Ef ÍBV myndi nú skipta út áfenginu fyrir munntóbak og safna 14.000 manns til munntóbaksnotkunar undir tónleikaspili, hver skyldu viðbrögð ÍSÍ, KSÍ og HSÍ verða þá?
Er þetta í lagi af því að um er að ræða áfengi?
Við erum slegin yfir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir hljóta að vera stoltir Eyjamenn af þessari stærstu skipulögðu unglingadrykkju á landinu á hverju ári með tilheyrandi skakkaföllum, líkamsmeiðingum, nauðgunum og öðrum mannlegum harmleikjum.
corvus corax, 2.8.2011 kl. 14:04
Þetta er nú reyndar engin unglingadrykkjuhátið, stærsti hluti þeirra sem þarna eru, eru fullorðið fólk
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:51
Þetta er víst unglingadrykkjuhátíð þótt stór hluti gesta sé fullorðið fólk. Minni hluti gesta getur verið nokkur þúsund unglingar svo það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn.
corvus corax, 2.8.2011 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.